Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir fer fyrir nýstofnuðum starfshóp KSÍ sem á að halda utan um jafnréttismál hjá sambandinu. vísir/egill/vilhelm Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ greindi frá því í viðtali í tíufréttum RÚV í gær að sambandinu hefði borist tilkynning um hópnauðgunarmál í sumar og að það væri til skoðunar hjá sambandinu. Hún sagði þá að KSÍ hefði borist tilkynning um annað kynferðisbrot síðasta sunnudag en greindi ekki nánar frá því. Það mál hefði verið sett í ferli til nýs starfshóps sem hefur verið stofnaður til að halda utan um jafnréttismál hjá KSÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, leiðir hópinn en hún segir að hér sé um annað hópnauðgunarmál að ræða. „Í rauninni kom þetta ekki sem formleg tilkynning, okkur var bara tjáð að vitað væri um aðra hópnauðgun. Eins og staðan er núna vitum við hvorki nöfn gerenda né þolenda en við erum að safna saman þessum upplýsingum sem við erum að fá og við ætlum að reyna að fá frekari upplýsingar til að við getum aðhafst í málinu,“ segir Kolbrún Hrund í samtali við fréttastofu. Hún segir að KSÍ hafi verið greint frá málinu á fundi sínum með Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur kynjafræðingi. Starfshópurinn reynir nú að afla frekari upplýsinga um það. Ekki í landsliðshópnum Hverjir meintir gerendur í því máli eru liggur ekki fyrir. En gætu þeir verið í landsliðshópnum fyrir leik liðsins við Rúmeníu næsta fimmtudag? „Ég skildi það þannig að þeir væru ekki í hópnum, nei. Þær lásu yfir hópinn okkar og nei, þetta tengist honum ekki,“ segir Kolbrún Hrund. „En hverjum þetta tengist eða hvort þeir séu enn að spila, það veit ég ekki. Þær sögðu bara við vitum um annað mál. Okkur vantar frekari upplýsingar um það. Svo eru þær auðvitað bundnar trúnaði við þolendur þannig þær geta ekki sagt hverjir þolendurnir eru en geta hvatt þá til að leita til okkar.“ Klara segir ekki af sér Stjórn KSÍ sagði af sér í gærkvöldi en Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri hyggst ekki feta sömu leið. Hópar á borð við Bleika fílinn og Öfgar hafa boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll klukkan fimm næsta fimmtudag fyrir leik landsliðsins við Rúmeníu. Þeir krefjast þess að Klara segi af sér. Í yfirlýsingu frá hópunum í morgun segir að þöggun og ofbeldismál sem viðgengust undir hennar stjórn séu það alvarleg að hún hljóti sjálf að sjá að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Klara vildi ekki veita fréttastofu viðtal fyrir hádegi. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ greindi frá því í viðtali í tíufréttum RÚV í gær að sambandinu hefði borist tilkynning um hópnauðgunarmál í sumar og að það væri til skoðunar hjá sambandinu. Hún sagði þá að KSÍ hefði borist tilkynning um annað kynferðisbrot síðasta sunnudag en greindi ekki nánar frá því. Það mál hefði verið sett í ferli til nýs starfshóps sem hefur verið stofnaður til að halda utan um jafnréttismál hjá KSÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, leiðir hópinn en hún segir að hér sé um annað hópnauðgunarmál að ræða. „Í rauninni kom þetta ekki sem formleg tilkynning, okkur var bara tjáð að vitað væri um aðra hópnauðgun. Eins og staðan er núna vitum við hvorki nöfn gerenda né þolenda en við erum að safna saman þessum upplýsingum sem við erum að fá og við ætlum að reyna að fá frekari upplýsingar til að við getum aðhafst í málinu,“ segir Kolbrún Hrund í samtali við fréttastofu. Hún segir að KSÍ hafi verið greint frá málinu á fundi sínum með Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur kynjafræðingi. Starfshópurinn reynir nú að afla frekari upplýsinga um það. Ekki í landsliðshópnum Hverjir meintir gerendur í því máli eru liggur ekki fyrir. En gætu þeir verið í landsliðshópnum fyrir leik liðsins við Rúmeníu næsta fimmtudag? „Ég skildi það þannig að þeir væru ekki í hópnum, nei. Þær lásu yfir hópinn okkar og nei, þetta tengist honum ekki,“ segir Kolbrún Hrund. „En hverjum þetta tengist eða hvort þeir séu enn að spila, það veit ég ekki. Þær sögðu bara við vitum um annað mál. Okkur vantar frekari upplýsingar um það. Svo eru þær auðvitað bundnar trúnaði við þolendur þannig þær geta ekki sagt hverjir þolendurnir eru en geta hvatt þá til að leita til okkar.“ Klara segir ekki af sér Stjórn KSÍ sagði af sér í gærkvöldi en Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri hyggst ekki feta sömu leið. Hópar á borð við Bleika fílinn og Öfgar hafa boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll klukkan fimm næsta fimmtudag fyrir leik landsliðsins við Rúmeníu. Þeir krefjast þess að Klara segi af sér. Í yfirlýsingu frá hópunum í morgun segir að þöggun og ofbeldismál sem viðgengust undir hennar stjórn séu það alvarleg að hún hljóti sjálf að sjá að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Klara vildi ekki veita fréttastofu viðtal fyrir hádegi.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28
Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52