Fjórir ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 16:35 Frá mótmælum sem fóru fram í kjölfar dauða stúlkunnar í byrjun mánaðarins. EPA/RAJAT GUPTA Fjórir indverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Meðal mannanna er prestur, sem er meðal annars sakaður um að þvinga móður stúlkunnar til að brenna lík hennar með því markmiði að eyða sönnunargögnum. Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Stúlkan tilheyrði Dalit-stéttinni, en meðlimir hennar eru einnig kallaðir „hinir ósnertanlegu“. Morð stúlkunnar er sagt hafa átt sér stað þann fyrsta ágúst. Mennirnir voru handteknir degi seinna og ákærðir á laugardaginn, samkvæmt frétt Times of India. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Indlands segir að ákvörðun um ákæru hafi verið tekin í kjölfar rannsóknar og byggi á um 400 blaðsíðna skýrslu þar sem fram komi að næg sönnunargögn séu til að sakfella mennina. Ráðuneytið hefur sett mál í forgang. Mennirnir verða færðir fyrir dómara á þriðjudaginn og gætu þeir verið dæmdir til dauða, verði þeir fundir sekir. Í frétt CNN segir stúlkan hafi verið send til líkbrennslu til að sækja vatn. Skömmu seinna hafi prestur hringt í móður stúlkunnar og sagt hana látna. Presturinn mun hafa sagt henni að stúlkan hefði orðið fyrir raflosti. Hann og þrír aðrir starfsmenn líkbrennslunnar þrýstu á móðurina og sannfærðu hana um að brenna lík stúlkunnar strax og blanda lögreglunni ekki í málið. Íbúar þorpsins sem er í útjaðri Delí, brugðust reiðir við þessum fregnum og mótmæltu við líkbrennsluna. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. Eins og áður hefur komið fram voru þeir ákærðir á laugardaginn. Fellt niður en enn áhrifamikið Stéttakerfi Indlands var formlega fellt niður árið 1950 en það spilar þó enn stóra rullu í landinu. Í einföldu máli sagt, þá flokkar kerfið Indverja sem fæðast innan hindúatrú í stétt við fæðingu. Það mótar stöðu þeirra í samfélaginu, hverjum þeir mega giftast og hvaða störf þeir mega vinna. Í frétt CNN segir að meðlimir Dalit-stéttarinnar séu um 201 milljón af 1,3 milljarði Indverja. Þeir séu meðal þeirra verst settu í stéttakerfinu og verði fyrir miklum fordómum, árásum og kynferðislegu ofbeldi. Mikið sé um að kynferðisofbeldi gegn konum í Dalit-stéttinni hafi leitt til reiði í indversku samfélagi undanfarin ár. Í fyrra hafi hópnauðgun og morð nítján ára konu leitt til mótmæla. Það hafi verið í kjölfar þess að þrettán ára stúlku hafi verið nauðgað og hún myrt mánuði áður.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira