Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. ágúst 2021 22:19 Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00