Innlent

Segir Land­spítalann notast við hug­mynda­fræði sem leyfi þvinganir

Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Málfríður Hrund Einarsdóttir er formaður Hugarafls.
Málfríður Hrund Einarsdóttir er formaður Hugarafls. Vísir/Arnar

Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart.

Hún segir að sú hugmyndafræði sem notuð sé innan opinbera kerfisins byggi meðal annars á því að þvinganir séu leyfilegar.

„Hvort sem það séu lyfjagjafir, innlagnir eða hvað sem er, jafnvel refsingar og það eykur á mannlega þjáningu og það er ekki að virka,“ segir Málfríður.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað í síðustu viku þegar kona á sextugsaldri lést á geðdeild Landspítalans eftir að hjúkrunarfræðingur er sagður hafa þvingað mat ofan í hana með þeim afleiðingum að hún kafnaði.

Sjá: Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp

Málfríður telur að alltof mikið sé um hvers kyns þvinganir og að ítrekað hafi verið bent á að pottur sé brotinn í geðheilbrigðismálum.

„Þetta er ekkert spurning um peninga. Það þarf ekkert að hrúga meiri peningum inn í stóra kerfið okkar. Það þarf að skipta um hugmyndafræði, ekki hugmyndafræði sem byggir á þessu og að sjúkdómsvæði tilfinningar, sjúkdómsvæða þjáningu. Það tekur tíma að breyta kerfum en það þarf hugrekki til þess að breyta.“


Tengdar fréttir

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×