Innlent

Sprengisandur: Orkuskipti, kosningabaráttan og KSÍ

Ritstjórn skrifar
Sprengisandur hefst skömmu eftir klukkan 10:00. Þættinum stýrir Kristján Kristjánsson.
Sprengisandur hefst skömmu eftir klukkan 10:00. Þættinum stýrir Kristján Kristjánsson.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem krefst forystuskipta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands er á meðal gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þá verður rætt um orkuskipti, umönnun aldraðra og kosningabaráttuna.

Fyrsti gestur þáttarins er Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Þeirra innlegg í kosningabaráttuna og loftslagsmálin er upplýsingar um orkuþörf Íslendinga næstu áratugi ef takast á að ná fram orkuskiptum. Sú þörf kallar á umfangsmiklar virkjanir af ýmsum toga og ágang á náttúruna, Verða allir sáttir við það?

Dr. Janus F. Guðlaugsson hefur gríðarlega reynslu af því að vinna með eldra fólki og hann er gagnrýninn á það hvernig við hugsum um heilbrigði þess og ekki síst hvernig við verjum takmörkuðum fjármunum á þessu sviði.

Þá mæta þau Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til að rökræða helstu mál þessarar kosningabaráttu.

Í lok þáttar verður rætt við Hönnu Björg sem sagði knattspyrnuhreyfingunni stríð á hendur.

Sprengisandur hefst strax eftir fréttir klukkan 10:00 á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.