Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 22:31 Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst á vormánuðum 2018 bréf frá föður þolanda landsliðsmanns í knattspyrnu, sem hann svaraði um hæl. Vísir/Vilhelm Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
„Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði