Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 19:01 Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar á Bolafjalli þar sem tilskilin leyfi eru ekki til staðar. Hafþór Gunnarsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir frá þessu. Þar segir að umsókn um byggingarleyfi hafi borist stofnuninni þann 10. júní síðastliðinn. Þremur dögum síðar hafi byggingarfulltrúi sent tuttugu athugasemdir við umsóknina til Bolungavíkurkaupstaðar. Leiðrétt gögn hafi hins vegar ekki borist til baka og þann 17. ágúst hafi umsjónaraðila framkvæmdarinnar, Finnboga Bjarnasyni byggingarfulltrúa, og hönnuði pallsins borist krafa um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar strax. „Þetta er alvarlegt mál þar sem þetta snýst um öryggi. Ef eitthvað hefði komið þarna fyrir þá er bent á okkur. Sem byggingarfulltrúi er ég mjög ósáttur við hvernig staðið var að þessu,“ segir Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttinni viss Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ekki af stöðvun framkvæmdarinnar í morgun. Verið væri að bíða eftir gólfefni fyrir útsýnispallinn og hann yrði svo opnaður almenningi um miðjan september. Pétur Bolli segist undrandi á vanþekkingu bæjarstjórans þar sem byggingarfulltrúa hafi borist tilkynning um stöðvun framkvæmdanna fyrir tíu dögum síðan. „Þetta er í raun ótrúlega barnaleg stjórnsýsla, og eitt af þessum slæmu tilfellum. Svona á alls ekki að vinna þetta. Það er lykilatriði að samþykktir liggi fyrir með svona framkvæmd, ekki síst þegar um er að ræða mannvirki í tæplega 700 metra hæð,“ er haft eftir Pétri Bolla. Leiðrétt byggingargögn hafi svo borist í gær, tveimur mánuðum rúmum eftir að athugasemdir bárust bæjaryfirvöldum í Bolungarvík frá HMS.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira