Innlent

Féll um tíu metra ofan í hús­grunn í Katrínar­túni

Atli Ísleifsson skrifar
Vinnuslysið varð á níunda tímanum í morgun.
Vinnuslysið varð á níunda tímanum í morgun. Vísir/SigurjónÓ

Vinnuslys varð þegar maður féll um tíu metra ofan í húsgrunn við Katrínartún í Reykjavík í morgun.

Þetta staðfestir talsmaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi, en mbl greindi fyrst frá málinu. Tilkynning barst slökkviliðs um málið klukkan 8:32.

Að sögn slökkviliðs var maðurinn fluttur töluvert slasaður á slysadeild Landspítala.

Slökkvilið sendi sjúkrabíl og slökkviliðsbíl á svæðið, auk körfubíls ef ske kynni að hífa hefði þurft manninn upp. Þess þurfti þó ekki að sögn slökkviliðs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×