Innlent

76 prósent vilja að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir fiskinn

Heimir Már Pétursson skrifar
Meirihluti þjóðarinnar vill fá markaðsgjald fyrir afnot af miðunum.
Meirihluti þjóðarinnar vill fá markaðsgjald fyrir afnot af miðunum.

Sjötíu og sex prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fisimiðunum samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir hópinn Þjóðareign.

16,4 prósent segjast hvorki hlynt eða andvíg en 3,4 prósent eru frekar, mjög eða alfarið á móti því að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðunum. 

Í tilkynningu segir að hópurinn Þjóðareign hafi orðið til fyrir sex árum með undirskriftasöfnun gegn því að útgerðinni yrði afhentur makrílkvótinn við Ísland til ævarandi eignar. 

Undir áskorunina hafi skrifað 53.571 kosningabærir Íslendingar sem væri ein allramesta þátttaka sem um geti í sambærilegum undirskriftasöfnunum. 

Augljós vilji þjóðarinnar hafi þá leitt til þess að þáverandi stjórnarflokkar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur afréðu að draga lagafrumvarp um makrílveiðar til til baka. 

Markaðsgjald þýði útboð á veiðiheimildum að mati hópsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.