Innlent

Jón Baldvin heiðursgestur á sjálfstæðishátíð í Lettlandi

Heimir Már Pétursson skrifar
Dainis Ivans, Jón Baldvin Hannibalsson og Sandra Kalniete.
Dainis Ivans, Jón Baldvin Hannibalsson og Sandra Kalniete.

Þrjátíu ára afmæli endurfengins sjálfstæðis var fagnað í gær og fyrradag í Lettlandi. Í tilkynningu frá Kolfinnu Baldvinsdóttur, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að hann hafi verið heiðursgestur hátíðarinnar.

Þar hafi Jóni Baldvini verið þakkað fyrir þann stuðning sem hann veitti Eystrasaltsþjóðunum í sjálfstæðisbaráttu þeirra á árunum 1989-1991 og fyrir að hafa ljáð þeim rödd á alþjóðavettvangi þegar enginn annar hafi heyrt til þeirra. 

Jón Baldvin hafi átt fund með Egils Levits forseta Lettlands og verið aðalræðumaður í pallborðsumræðum ásamt Lech Walesa, fyrrverandi forseta Póllands, Vytauatas Landsbergis, fyrrverandi forseta Litháen og Stanislav Shushkevich, fyrrverandi forseta Belarús (Hvíta-Rússlands). 

Þeir hafi rætt ástand alþjóðamála en þó aðallega hvernig Eystrasaltsþjóðir ættu að bregðast við hættunni úr austri, auk þess sem ástandið í Úkraínu hafi verið rætt og hvað hægt væri að læra af baltnesku leiðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×