Innlent

Of heitt til að læra inni á Akur­eyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nemendur við Manntaskólann á Akureyri nýttu sér veðurblíðuna í dag og færðu námið út.
Nemendur við Manntaskólann á Akureyri nýttu sér veðurblíðuna í dag og færðu námið út. Vísir

Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum.

Sumarið hér norðan heldur áfram að vera gjöfult. Í dag var 26 stiga hiti og eflaust erfitt fyrir marga að hanga inni í vinnunni.

Það kom því ekki á óvart að sjá nemendur í Menntaskólanum á Akureyri nýta tækifærið og færa námið út, en þar hitti fréttamaður Örnu Rún Arnarsdóttur og bekkjarfélaga hennar fyrir utan Gamla skóla í dag.

„Við erum í dönskutíma og það er bara svo heitt úti að maður er alveg að farast í stofunum, sérstaklega í Gamla. Það er rosalega rosalega heitt. Við erum á speeddate-i sem er svona æfing að tala sem mest dönsku.“

Er þetta alltaf svona?

„Nei, ég vildi það. Það væri mjög gaman ef það væri svona.

Það eru nemendur hérna inni sem þurfa að húka inn í  G amla skóla, heldurðu að þeir séu ekkert öfundsjúkir út í ykkur?

„Jú, 100 prósent.,“ sagði Arna Rún Arnarsdóttir, nemandi við Menntaskólann á Akureyri. 

En þó að Íslendingum sé heitt er ekki endilega hægt að segja það sama um erlenda ferðamenn. Bandaríkjamaðurinn Jason Pullen er nýkominn til Akureyrar og átti ekki von á svona miklum hita.

„Þetta er töluvert svalara en í Virginíu núna, en samt heitara en við átttum von á“.

Hvort finnst þér betra?

„Mér finnst þetta betra“, sagði Pullen á Akureyri í dag.


Tengdar fréttir

Hita­met í Gríms­ey

Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×