Innlent

„Óskalög við orgelið“ hafa slegið í gegn í Skálholti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það er alltaf mikið um að vera í Skálholti en "Óskalög við orgelið" er viðburður, sem hefur slegið í gegn í sumar.
Það er alltaf mikið um að vera í Skálholti en "Óskalög við orgelið" er viðburður, sem hefur slegið í gegn í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Óskalög við orgelið“ er viðburður, sem hefur slegið í gegn í Skálholti í sumar en það mætir fólk í kirkjuna og fær óskalag á orgelið hjá Jóni Bjarnasyni, organisti í Skálholtsdómkirkju. Lög með Abba, Queen og Kaleo hafa verið vinsælust í sumar.

Það má segja að Jón Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju sé eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Á fimmtudögum í sumar hefur viðburðinn „Óskalögin við orgelið“ verið á milli 11:00 og 12:00 en þá velja kirkjugestir lög, sem Jón spilar svo með bros og lög og fólk tekur oft undir í lögunum.

„Þetta eru um hundrað lög, sem við erum búin að setja á miða og fólk getur valið á milli. Þá áttu að velja lag, sem þú vilt að hann spili og hann spilar með glæsibrag,“ segir Eva Bryndís Ágústsdóttir kirkjuvörður í Skálholti

Eva Bryndís Ágústsdóttir, kirkjuvörður í SkálholtiMagnús Hlynur Hreiðarsson

Og þetta hefur slegið í gegn í sumar, margir mætt?

„Já, það hefur verið aðeins of margir stundum því við náum ekki að spila öll lögin en þá segjum við þeim að koma bara næsta fimmtudag því það er alltaf hægt að koma aftur og þá að fá að spila lagið sitt, sem maður vill sjálfur velja.“

Eva segist reikna með mörgum í Skálholt á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst til að fá óskalögin sín hjá Jóni en ekkert kostar inn á viðburðinn en hins vegar er hægt að leggja fram frjáls framlög, sem fara þá til fegrunar Skálholtsdómkirkju. Verði áhugi þá heldur viðburðinn áfram í september á fimmtudögum.

Jón Bjarnason,sem er algjör snillingur á orgelið í Skálholti. Hann mun taka á móti óskalögum á morgun, fimmtudaginn 26. ágúst á milli klukkan 11:00 og 12:00 í kirkjunni í Skálholti.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×