Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 10:28 Gauknum var lokað í gær, til að varna því að þangað kæmu Covid-sjúklingar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira