Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Inga Sæland segir að sambúð flokksins og kirkjunnar hafi verið afar góð. vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar. Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“ Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira