Innlent

Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls

Árni Sæberg skrifar
Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Arnar Hjálmsson er formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm

Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls.

Arnar Hjálms­son, for­maður Fé­lags ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra, staðfestir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til vinnustöðvunar sem muni taka gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi.

Hann segir að um stutta, tímabundna vinnustöðvun sé að ræða. Hún nái til þeirra félagsmanna sem starfi hjá Isavia ohf.

Arnar segist vonsvikinn yfir því að samkomulag hafi ekki náðst og að vinnustöðvun sé ekki úrræði sem félagið vilji beita.

Hann segir þó að enginn annar kostur hafi verið í stöðunni þar sem yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna samþykkti vinnustöðvun og félaginu sé skylt að verða við óskum þeirra.

Fé­lags­menn sam­þykktu það á mánu­daginn 9. ágúst að fara í sex sjálf­stæðar vinnu­stöðvanir í kjara­deilunni. Kjaradeilan snýst aðallega um vinnutíma flugumferðarstjóra. Arnar sagði í samtali við Vísi í gær að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðju­dags­morgun. 

Arnar segir að það sé nú í höndum Ríkissáttasemjara að boða til nýs fundar.

Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarríkissáttasemjari, staðfesti í samtali við Vísi að fundinum hafi verið slitið án samkomulags. Þá hafi ekki verið boðað til annars fundar.


Tengdar fréttir

Gætu boðað til verk­falls á mánudag

Ekki náðist sátt um vinnu­tíma flug­um­ferðar­stjóra á sátta­fundi fé­lags þeirra og Isavia hjá ríkis­sátta­semjara í dag. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur út mánu­daginn til að boða til verk­falls sem fé­lags­menn hafa þegar sam­þykkt að fara í.

Verk­föll eru það síðasta sem ferða­þjónustan þarf á að halda

Verk­föll hjá flug­um­ferðar­stjórum væru það síðasta sem ferða­þjónusta og flug­iðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jóns­sonar, for­stjóra PLAY. Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra (FÍF) á­kveður í dag hvort ráðist verði í verk­falls­að­gerðir á þriðju­daginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verk­falls­að­gerðir á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×