Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:50 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Vísir Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira