Faraldurinn hafi haft fleira jákvætt í för með sér en fólk átti sig á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 10:35 Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæðar hliðar faraldursins. Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Ingveldur Gröndal segist telja að fleiri jákvæða fleti megi finna á kórónuveirufaraldrinum en fólk virðist almennt halda. Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæð áhrif faraldursins. „Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira