Faraldurinn hafi haft fleira jákvætt í för með sér en fólk átti sig á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 10:35 Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæðar hliðar faraldursins. Tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Ingveldur Gröndal segist telja að fleiri jákvæða fleti megi finna á kórónuveirufaraldrinum en fólk virðist almennt halda. Ingveldur skrifaði BA-ritgerð um jákvæð áhrif faraldursins. „Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
„Ég held að þetta sé jákvæðara en við höldum. Þegar við virkilega förum að spá í því, þá var ýmislegt bara frekar næs við þetta. Þegar við þurftum að vera meira heima og breyta lífi okkar,“ sagði Ingveldur í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Við gerð ritgerðarinnar safnaði Ingveldur saman ábendingum frá fólki um hvaða jákvæðu hliðar mætti finna á faraldrinum. „Það var svo mikið æðruleysi. Fólk fór bara að líta meira inn á við og varð í rauninni heilbrigðara, svona almennt. Allavega það fólk sem sendi mér sögur, bæði líkamlega, andlega og félagslega.“ Jákvæðu áhrifin vari áfram Hún segist merkja að fólk kunni í auknum mæli að meta samverustundir með öðru fólki, nú á tímum þar sem ekki er sjálfsagt að hitta fólk augliti til auglitis. Hún segist telja að jákvæðu áhrifa faraldursins muni áfram gæta þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið, endanlega. „Af því að þetta er orðið það langt tímabil núna, og ég held að þetta sé lengra tímabil en flestir áttu von á, við héldum að þetta væri bara mjög tímabundið, kannski svona hálft ár. En svo fór þetta að dragast á langinn og þá held ég að við séum búin að aðlaga okkur, því við erum svo fljót að aðlaga okkur að nýjum aðstæðum, sem er náttúrulega frábært líka.“ Ingveldur dregur þó ekki fjöður yfir það að ástandið hafi reynst mörgum afar erfitt, en engu að síður sé margt jákvætt hægt að taka út úr faraldrinum. Faraldurinn hafi til að mynda verið „spark í rassinn“ fyrir íhaldssamar stofnanir og starfsgreinar, sem hafi verið fastar í sínu formi en síðan þurft að breyta því, til að mynda með aukinni þjónustu á netinu. Einlægar sögur frá ókunnugu fólki Ingveldur hélt úti verkefninu Þökk sé Covid í tengslum við ritgerðina sína, hvar hún safnaði jákvæðum sögum fólks úr faraldrinum. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve margar einlægar sögur frá ókunnugu fólki bárust henni. „Ég varð bara meyr þegar ég fór að lesa þær. Af því þá var fólk kannski í gríðarlega erfiðum aðstæðum en samt náði það einhvern veginn að taka eitthvað jákvætt úr þessu.“ Margar sögurnar hafi snúist um erfið mál á borð við atvinnu- og tekjumissi og ein sagan hafi komið frá manneskju í krabbameinsmeðferð, sem þrátt fyrir allt gat einblínt á það jákvæða. Sjálf segir Ingveldur að það jákvæðasta við faraldurinn hjá henni sjálfri hafi verið að læra að taka lífinu eins og það er. „Ég þurfti alltaf að hafa allt niðurnjörvað og skipulagt, vera með allt á hreinu. Þetta sló mig í andlitið, bara blaut tuska, að taka lífinu eins og það er. Maður verður að vera sveigjanlegur,“ segir Ingveldur. „Það er allt í lagi ef plön breytast. Það getur verið óþægilegt og erfitt, en að vera ekki með allt á hreinu er bara allt í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“