Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2021 23:15 Frá vegagerðinni á Langanesströnd. Héraðsverk á Egilsstöðum annaðist verkið. KMU Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03