Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. ágúst 2021 23:15 Frá vegagerðinni á Langanesströnd. Héraðsverk á Egilsstöðum annaðist verkið. KMU Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn. Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Bundið slitlag komið á veginn við Finnafjörð.Einar Árnason Þar til í fyrra voru 27 kílómetrar ómalbikaðir á leiðinni milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, með tilheyrandi þjóðvegaryki og holum. Sveitarstjórinn segir að því hafi verið lofað þegar byggðirnar sameinuðust í Langanesbyggð árið 2006 að bæta úr. Núna, fimmtán árum síðar, hafa ríflega tuttugu kílómetrar slitlags loksins bæst við, á kaflanum milli Skeggjastaða og Gunnólfsvíkur, en fjallað var um tímamótin í fréttum Stöðvar 2. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, við nýja slitlagið í Gunnólfsvík í Finnafirði.Einar Árnason „Þetta munar öllu fyrir okkur íbúana hérna vegna þess að vegurinn hérna var frekar slæmur og erfiðar samgöngur milli þéttbýliskjarnanna. Hérna er skólabíll og miklir flutningar á milli. Óneitanlega gjörbreytir þetta fyrir okkur lífinu hérna,“ segir Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Og núna er bara einn kafli eftir, brekkan upp af Þórshöfn. Þar liggur vegurinn yfir Brekknaheiði en þar þurfa menn enn um sinn að búa við sex kílómetra malarkafla. Frá vegagerð við Miðfjarðará við Bakkaflóa sumarið 2020.KMU Jónas sveitarstjóri segir að Vegagerðin lofi því í samgönguáætlun að ljúka Brekknaheiði árið 2024. „En við vonum að þeir klári þetta nú fyrr helst því þetta er erfiður kafli og þarf að byggja upp hérna yfir háheiðina, Brekknaheiðina.“ Þegar Brekknaheiði lýkur verður langþráðu markmiði náð; að ljúka norðausturhringnum, sem heimamenn telja lykilatriði, ekki síst fyrir ferðaþjónustu. Horft í átt til Gunnólfsvíkurfjalls. Bærinn Fell til vinstri.KMU „Ég veit bara um fólk sem forðaðist það að koma til Þórshafnar meðan vegurinn meðfram ströndinni var svona. Vegna þess að fólk vill keyra í hringi, - ekki fara fram og til baka, - og þegar vegurinn var eins slæmur og hann var. Það skiptir máli, algjörlega. Og fyrir fólk sem sækir vinnu á Þórshöfn héðan af ströndinni að þá skiptir þetta líka máli,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu tuttugu kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið 15. september 2021. 5. júní 2019 16:53
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent