18 ára drengir eigi að hugsa um að spila fótbolta, ekki peninga Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 10:15 Koeman er ósáttur við hinn unga Moriba sem fær ekki að æfa með aðalliði Börsunga vegna málsins. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur áhyggjur af stöðu ungstirnisins Ilaix Moriba hjá félaginu. Samningaviðræður milli Börsunga og miðjumannsins unga virðast ganga illa og segir Koeman að Moriba leggi meiri áherslu á peninga en að spila fótbolta. Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga. Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga.
Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira