Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2021 22:22 Nýja bílastæðið á túninu í Stóra-Leirdal er við leið C. Uppgönguleiðin á Langahrygg sést fyrir aftan. Egill Aðalsteinsson Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýju bílastæðin, þar á meðal fyrsta stæðið sem lagt var vegna gossins. Það er við upphaf gönguleiða vestan Borgarfjalls en það stæði var lengst af eingöngu ætlað viðbragðsaðilum. Það hefur núna verið opnað almenningi en með því að leggja þar styttast gönguleiðir þær sem nefndar eru A og B, miðað við ef gangan hæfist frá bílastæðum fjær á túnum undir Festarfjalli. Bílastæðið við upphaf gönguleiða A og B var áður eingöngu fyrir viðbragðsaðila. Það hefur núna verið stækkað og opnað almenningi. Fjær má sjá túnin undir Festarfjalli, sem lengst af þjónuðu sem aðalbílastæði gosferðalanga.Egill Aðalsteinsson Þeir sem hyggjast fara gönguleið C hafa núna einnig möguleika á að stytta leiðina með því að nýta sér nýtt bílastæði sem er nánast falið í gróinni dalkvos á bak við fjallið Slögu. Til að komast þangað er ekið af Suðurstrandarvegi austan Ísólfsskála um skarð í átt að gamalli jarðvegsnámu undir Bratthálsi en þaðan liggur vegurinn áfram inn í Stóra-Leirdal. Þar birtast gróin tún sem núna er búið að opna sem bílastæði. Þar geta menn lagt við rætur Langahryggjar, sem hefur verið vinsælasta gönguleiðin eftir að hraun rann yfir gönguleið A, en á Langahrygg eru uppi áform um stígagerð. Leiðin á bílastæðið í Stóra-Leirdal liggur frá Suðurstrandarvegi um malarslóða sem sjá má vinstra megin.Egill Aðalsteinsson Það er auðvitað smekksatriði og breytilegt hvaða leið telst best. Þó má segja að stysta gönguleiðin til að komast í gott sjónfæri við eldgíginn liggi núna frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal. „Eins og staðan er í dag, þá er það stysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gossvæðinu, en kort af gönguleiðunum má nálgast á vefnum safetravel.is. Flest óhöpp verða núna á leiðinni upp á Langahrygg. Þar er búið að koma fyrir kaðli en áformað að bæta leiðina með því að sneiða göngustíg um brekkuna.Egill Aðalsteinsson „Hugmyndin er svo að laga einnig A-leiðina og með leiðigörðunum. Og það er rétt hjá þér að það á að laga upphafið á Langahrygg. Þar er móberg og sandur á og við höfum fengið flest óhöppin þar. Þannig að það er á teikniborðinu að gera góðan göngustíg þannig að það fækki slysum.“ Horft eftir Langahrygg sem núna er vinsælasta gönguleiðin.Egill Aðalsteinsson Teljarar sýna að milli tvö og þrjúþúsund ferðamenn heimsækja gosstöðvarnar á degi hverjum. Allir vilja helst sjá logandi gíginn. En kannski liggur fljótlegasta leiðin ekki upp á Langahrygg heldur meðfram austurjaðri hans. Frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal tekur um það bil fimmtíu mínútur að fara þá leið á venjulegum gönguhraða til að komast á góða útsýnisstaði í skarðinu milli Langahryggjar og fjallsins Stóra-Hrúts. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bílastæði Tengdar fréttir Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Kostar 1.000 krónur frá og með deginum í dag að leggja við gosstöðvarnar Von er á tilkynningu frá Landeigendafélagi Hrauns sf. í dag, þar sem tilkynnt verður um gjaldtöku á bílastæðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Nú þegar er hægt að greiða fyrir að leggja bílnum í Parka-smáforritinu. 19. maí 2021 06:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýju bílastæðin, þar á meðal fyrsta stæðið sem lagt var vegna gossins. Það er við upphaf gönguleiða vestan Borgarfjalls en það stæði var lengst af eingöngu ætlað viðbragðsaðilum. Það hefur núna verið opnað almenningi en með því að leggja þar styttast gönguleiðir þær sem nefndar eru A og B, miðað við ef gangan hæfist frá bílastæðum fjær á túnum undir Festarfjalli. Bílastæðið við upphaf gönguleiða A og B var áður eingöngu fyrir viðbragðsaðila. Það hefur núna verið stækkað og opnað almenningi. Fjær má sjá túnin undir Festarfjalli, sem lengst af þjónuðu sem aðalbílastæði gosferðalanga.Egill Aðalsteinsson Þeir sem hyggjast fara gönguleið C hafa núna einnig möguleika á að stytta leiðina með því að nýta sér nýtt bílastæði sem er nánast falið í gróinni dalkvos á bak við fjallið Slögu. Til að komast þangað er ekið af Suðurstrandarvegi austan Ísólfsskála um skarð í átt að gamalli jarðvegsnámu undir Bratthálsi en þaðan liggur vegurinn áfram inn í Stóra-Leirdal. Þar birtast gróin tún sem núna er búið að opna sem bílastæði. Þar geta menn lagt við rætur Langahryggjar, sem hefur verið vinsælasta gönguleiðin eftir að hraun rann yfir gönguleið A, en á Langahrygg eru uppi áform um stígagerð. Leiðin á bílastæðið í Stóra-Leirdal liggur frá Suðurstrandarvegi um malarslóða sem sjá má vinstra megin.Egill Aðalsteinsson Það er auðvitað smekksatriði og breytilegt hvaða leið telst best. Þó má segja að stysta gönguleiðin til að komast í gott sjónfæri við eldgíginn liggi núna frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal. „Eins og staðan er í dag, þá er það stysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gossvæðinu, en kort af gönguleiðunum má nálgast á vefnum safetravel.is. Flest óhöpp verða núna á leiðinni upp á Langahrygg. Þar er búið að koma fyrir kaðli en áformað að bæta leiðina með því að sneiða göngustíg um brekkuna.Egill Aðalsteinsson „Hugmyndin er svo að laga einnig A-leiðina og með leiðigörðunum. Og það er rétt hjá þér að það á að laga upphafið á Langahrygg. Þar er móberg og sandur á og við höfum fengið flest óhöppin þar. Þannig að það er á teikniborðinu að gera góðan göngustíg þannig að það fækki slysum.“ Horft eftir Langahrygg sem núna er vinsælasta gönguleiðin.Egill Aðalsteinsson Teljarar sýna að milli tvö og þrjúþúsund ferðamenn heimsækja gosstöðvarnar á degi hverjum. Allir vilja helst sjá logandi gíginn. En kannski liggur fljótlegasta leiðin ekki upp á Langahrygg heldur meðfram austurjaðri hans. Frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal tekur um það bil fimmtíu mínútur að fara þá leið á venjulegum gönguhraða til að komast á góða útsýnisstaði í skarðinu milli Langahryggjar og fjallsins Stóra-Hrúts. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bílastæði Tengdar fréttir Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Kostar 1.000 krónur frá og með deginum í dag að leggja við gosstöðvarnar Von er á tilkynningu frá Landeigendafélagi Hrauns sf. í dag, þar sem tilkynnt verður um gjaldtöku á bílastæðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Nú þegar er hægt að greiða fyrir að leggja bílnum í Parka-smáforritinu. 19. maí 2021 06:27 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Kostar 1.000 krónur frá og með deginum í dag að leggja við gosstöðvarnar Von er á tilkynningu frá Landeigendafélagi Hrauns sf. í dag, þar sem tilkynnt verður um gjaldtöku á bílastæðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Nú þegar er hægt að greiða fyrir að leggja bílnum í Parka-smáforritinu. 19. maí 2021 06:27