Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 19. ágúst 2021 07:23 Gosið hefur nær viðstöðulaust í fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Gosið hefur nánast viðstöðulaust síðan 19. mars með örfáuum stuttum hléum upp á síðkastið. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis og aukafréttatíma Stöðvar 2 frá því þegar gosið hófst. Þúsundir manna hafa lagt leið sína að gosstöðvunum, bæði mikill fjöldi íslendinga og erlendir ferðamenn. Lengi vel hafa menn óttast að hraun næði niður á Suðurstrandarveg, mikilvæga samgönguæð milli Þorlákshafnar og Keflavíkurflugvallar, en það hefur ekki gerst enn. Samkvæmt vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga eða Syðri Meradölum í rúman mánuð. Gosið skiptist í fjögur tímabil Jarðvísindastofnun segir mega skipta gosinu í fjögur tímabil. Það fyrsta hafi staðið í tvær vikur og einkennst af stöðugu hraunrennsli. Næst hafi annað tveggja vikna tímabil tekið við en það hafi einkennst af opnun nýrra gosopa norðan upphaflegu gíganna og breytilegu hraunrennsli. Svo hafi tekið við tveggja og hálfs mánaðar stöðugt hraunrennsli í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. Loks hafi nýtt tímabil hafist í lok júni sem einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast mikið á þessu tímabili. Frábrugðið öðrum eldgosum Jarðvísindastofnun segir gosið í Fagradalsfjalli vera um margt frábrugðið öðrum eldgosum sem orðið hafa á landinu á síðustu áratugum. Flest gos hafi átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli sé hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00
Nýjasta gosopið í góðum gír Þótt það sé lítið er góður gangur í nýjasta gosopinu í eldgosinu við Fagradalsfjalli, líkt og sjá má í beinni vefútsendingu Vísis frá gosstöðvunum. 16. ágúst 2021 22:40
Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. 10. ágúst 2021 22:28