Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels