Innlent

Lofts­lags­málin á­berandi í Sprengi­sandi í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Loftslagsmálin og aðgerðir í þeim verða í brennidepli í Sprengisandsþætti dagsins.

Upp úr 10 mæta þau Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og fara yfir stöðuna eftir nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður kemur og ræðir málefni Sorpu sem virðast færast ósköp hægt til betri vegar eftir erfið ár.

Stærsta kosningamálið verður þó líklega heilbrigðismál, fjárveitingar til spítala, sóttvarnir auðvitað og allt þetta sem hefur sýnt sig að vera undir í faraldrinum þegar kerfið okkar kemst á hættustig undur skjótt svo ekki sé meira sagt.

Ólafur Þór Gunnarsson, Hanna Katrín Friðriksson og Björn Leví Gunnarsson takast á um þessi mál öll á tólfta tímanum, en Björn hefur nýverið sýnt fram á að í raun hafi framlag til ríkisstjórnar til að mæta vanda heilbrigðiskerfisins numið í mesta lagi tveimur milljörðum, líklega nær einum milljarði, á fjórum árum. Sú tala er nú hvergi nærri þeirri sem stjórnarliðar halda fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×