Erfitt að geta ekki brosað til fólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan rúmar ekki fleiri sjúklinga og hefur verið brugðið á það ráð að senda sjúklinga til Akureyrar. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Líkt og fram hefur komið er gjörgæslan yfirfull og senda hefur þurft sjúklinga, alvarlega veikt fólk, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Sigrún segir að mönnunarvandi sé mikill en að allt kapp sé lagt á að gera hlutina eins vel og hægt er. Fréttastofa fékk að fylgjast með aðstæðum á gjörgæslunni í Fossvogi dag en þar lágu inni sex sjúklingar með covid-19. Sigrún segir það taka á bæði andlega og líkamlega að starfa á gjörgæslunni í aðstæðum sem þessum ekki síst þegar það þarf að vera í sérstökum sóttvarnagalla klukkutímunum saman.Fréttastofa fékk að líta inn á gjörgæsludeild Landspítala í dag líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Einangrað fyrir sjúklinga og starfsfólk „Það er bæði erfitt að vera í þessum galla, það tekur á, það er mjög heitt, maður tapar miklum vökva, maður kemur út mjög þyrstur og mjög þreyttur, þannig að líkamlega tekur þetta mjög mikið á. Andlega tekur þetta svakalega á. Maður getur ekki átt almennileg samskipti við fólk, maður er svo vanur að nota líkamstjáningu og andlitið, eins og að brosa framan í fólk. Allt í einu er maður búinn að vera að annast fólk sem hefur aldrei séð framan í mann. Maður getur ekki hleypt ættingjum í heimsókn og mér finnst það hræðilegt. Þetta verður svo einangrað. Þannig að þetta tekur á, andlega líka.“ Starfsfólk er klætt í hlífðarfatnað frá toppi til táar, með grímu, gleraugu og/eða hlífðarskjöld, með hanska og þarf að passa að snerta ekkert og má aldrei koma við grímuna eða maskann. Gríman er mun þéttari en þær bláu sem notaðar eru dagsdaglega þannig að fólki verður fljótt heitt, það verður erfitt að anda og gleraugun þokast þannig að það verður erfitt að sjá út um þau. Sigrún segir það þó ekki síður erfitt fyrir sjúklingana, sem bregður stundum við að sjá starfsfólk í hlífðargöllunum. „Fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning.“Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Eins og geimverur „Við erum búin að læra ýmsar leiðir fyrir samskipti og annað. En fyrir bráðveikan sjúkling að sjá alla svona klædda í kringum sig getur verið mjög erfitt og óþægileg tilfinning, að vera bara með fullt af geimverum í kringum sig í bláum galla sem er að reyna að kalla til manns á bakvið þennan maska. Það heyrist verr í manni, maður þarf að beita röddinni, maður þarf einhvern veginn að hrópa á fólk til þess að það heyri og ég held það taki á fyrir alla, starfsfólk sem og sjúklinga,“ segir hún og bætir við að sjúklingarnir líki starfsfólki stundum við geimverur þegar það er klætt í sóttvarnagallana. Hún segir einnig mörg dæmi um þrýstingsáverka eftir grímurnar, sem eru svo þéttar að fólk getur hreinlega ekki gert svipbrigði undir þeim. „Þannig er það bara eftir góða vakt, þá ertu marinn í andlitinu.“ Venst þetta einhvern tímann? „Nei og mig langar ekkert að láta þetta venjast. Við erum orðin ansi fær í þessu. Maður er orðinn ansi góður í að klæða sig fljótt og hlaupa inn en ég ætla ekkert að láta þetta venjast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira