Fótbolti

Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigurvin Ólafsson (til hægri) var svekktur eftir tap KR-inga.
Sigurvin Ólafsson (til hægri) var svekktur eftir tap KR-inga. Hulda Margrét

KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok.

„Leikurinn var ekki góður af okkar hálu, við grófum okkur ofan í holu með lélegum kafla í fyrri hálfleik og sýndum ekki nógu mikið í seinni hálfleik til að snúa taflinu við," sagði Sigurvin eftir leik.

Víkingar voru alsráðandi á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks sem skilaði þeim tveimur mörkum.

„Fyrsti hálftíminn í leiknum ógnuðu Víkingar lítið og við héldum vel í boltann. Leikir eru kaflaskiptir og þarna áttu þeir góðan kafla sem skilaði þeim tveimur mörkum."

KR herjaði vel að marki Víkinga í upphafi síðari hálfleiks en náðu ekki að koma inn marki á þeim kafla.

„Við töluðum um það að reyna minnka muninn í 2-1 snemma sem gæti sett Víkinga undir pressu en það mark kom ekki og eftir þriðja mark Víkings var þetta orðið mjög erfitt." 

„Við gáfumst þó ekki upp þar sem við bjuggum til fullt af færum undir lok leiks en síðan rann þetta út í sandinn," sagði Sigurvin Ólafsson að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×