Erlent

Breti handtekinn í Þýskalandi fyrir að njósna fyrir Rússa

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn starfaði í sendiráði Bretlands í Þýskalandi.
Maðurinn starfaði í sendiráði Bretlands í Þýskalandi. AP/Michael Sohn

Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið breskan mann sem vann í sendiráði Breta í Berlín. Maðurinn er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa.

Tilkynnt var í dag að maðurinn heiti David S. og hann hafi verið handtekinn í íbúð sinni Potsdam í gær. Þá var gerð leit á heimili hans og starfstöð í sendiráðinu. Saksóknarar segja að hinn 57 ára gamli maður sé grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa í minnsta frá því í nóvember í fyrra.

Maðurinn er sagður hafa útvegað rússneskum útsendara minnst einu sinni skjöl úr sendiráðinu í skiptum fyrir peninga. Hann var handtekinn í kjölfar sameiginlegrar rannsóknar þýskra og breskra yfirvalda, samkvæmt frétt Guardian.

Samkvæmt heimildum Sky News hafði maðurinn verið undir eftirliti öryggisstofnanna Bretlands um nokkuð skeið. David S. er ekki erindreki og nýtur ekki friðhelgi. Þá liggur ekki fyrir hvert starf hans var og hvort hann hafði aðgang að leynilegum upplýsingum.

Maðurinn verður færður fyrir dómara í Þýskalandi en utanríkisráðuneyti landsins segir málið litið mjög alvarlegum augum. Njósnir gegn vinveittum ríkjum Þýskalands, á þýskri grundu, séu ólíðandi.


Tengdar fréttir

Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum

Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði.

Njósnir Banda­ríkjanna með hjálp Dana séu skandall

Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana.

Ósætti innan njósnabandalagsins

Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja.

Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi

Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×