Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 10:05 Landspítali Fossvogi Vísir/vilhelm Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Í áskorun frá fagráðinu, sem Marta Jóns Hjördísardóttir formaður skrifar undir, segir að í mörg ár hafi það verið áskorun að manna spítalann eins og þurfi. Skortur á menntuðu fagfólki hafi orðið til þess að fækka hafi þurfti legurýmum. Við það hafi síðustu ár bæst við fordæmalaust álag vegna faraldurs Nýju kórónuveirunnar. Mörgu hafi verið ýtt til hliðar vegna faraldursins. „Í maí 2021 var rúmanýting á meðferðarsviði á Landspítala hvergi undir 96 prósent, þar sem æskileg rúmanýting á bráðasjúkrahúsi er 85 prósent. Á smitsjúkdómadeild er rúmanýting í maí 99 prósent, en það er deildin sem tekur fyrst við sjúklingum með COVID. Þegar hún er orðin full þá er Lungnadeild A6 breytt í COVID deild og þar er rúmanýting í maí 101 prósent,“ segir í áskoruninni. Þar segir einnig að það hafi ekki verið sjúklingar með Covid-19 sem lágu á þessum deildum heldur aðrir sem þurfi sérhæfða þjónustu. „…Þjónustu sem þarf nú að veita á öðrum deildum sem eru flestar með rúmanýtingu yfir 95 prósentum. Það gefur augaleið að svigrúmið er ekki til staðar.“ Störf hafi orðið erfiðari Í áskoruninni segir einnig að störf á spítalanum hafi orðið erfiðari og þá meðal annars vegna íþyngjandi hlífðarbúnaði og þess að starfsfólk þurfi að vera stöðugt á verði, sýna sveigjanleika og ganga inn í aðstæður þar sem ríki óvissa. Ofan á það búi starfsfólk við áreiti utan vinnu. Til dæmis varðandi það að þau eigi að búa í einhvers konar sóttvarnarkúlu umfram aðra í samfélaginu. „Á sama tíma er starfsfólk í sumarfríi, fólk sem er margt búið að standa vaktina í meira en ár, undir gríðarlegu álagi,“ segir í áskoruninni. „Starfsfólk er kjarni hverrar stofnunar. Á álagstíma þarf að hlúa sérstaklega vel að starfsfólki, þar er svo sannarlega svigrúm til að gera betur.“ Fagráðið segir þörf á að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Eins og áður segir þurfi að skapa umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og ganga á réttindi starfsfólks. Til þess þurfi verulega uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu öllu. „Stofnanir þurfa að vinna þétt saman. Það þýðir ekki að hika lengur, búið er að benda á vandann í mörg ár, nú sem aldrei fyrr er tækifæri til úrbóta. Fagráð Landspítala skorar á stjórnvöld að gera það sem þarf til að heilbrigðiskerfið, með Landspítala í fararbroddi, sé eftirsóttur vinnustaður þar sem veitt sé besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á hverju sinni.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira