Fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum greinum við frá nýjustu tölum í kórónuveirufaraldrinum. Við heyrum einnig í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem gagnrýnir stjórnendur í heilbrigðiskerfinu fyrir hvernig spilað hafi verið úr auknum framlögum til heilbrigðismála á undanförnum árum.

Að minnsta kosti nítíu og sjö manns greindust með kórónuveiruna í gær en vegna bilunar í tölvubúnaði var sagt klukkan ellefu í morgun að þeir væru fimmtíu og sjö.

Ríkisstjórnin fundaði í í Grindavík í morgun þar sem meðal annars var rætt um hvaða sóttvarnaaðgerðir taki við af þeim aðgerðum sem gildi til föstudags. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki verði kynntar aðgerðir til lengri tíma að loknum ríkisstjórnarfundinu.

Ónæmissérfræðingur segir mikinn sigur að bóluefni veiti góða vörn gagnvart alvarlegum veikindum vegna Delta afbrigðisins, þótt þau hafi upphaflega ekki verið þróuð gegn því. Hann skorar á þá sem ekki vilja láta bólusetja sig til að skoða legsteinia barna sem fallið hafi fyrir fyrri veirum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×