Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 12:10 Kári situr fyrir svörum klukkan 16. Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari aðgerðir innanlands og lét þau ummæli falla í gær að veiran yrði að ganga yfir samfélagið til að ná hjarðónæmi, án þess þó að það myndi valda of miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Hann mætti svo í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins samdægurs og sagði að enn væri markmiðið að halda veirunni í skefjum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á föstudag að ekki væri réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag og gripið var til þegar fyrsta og önnur bylgja faraldursins gekk yfir því nú væru margir varðir með bólusetningu. Hann stakk hins vegar upp á að takmarka ætti frelsi þeirra sem hafna bólusetningu, en dró þá tillögu til baka samdægurs. Kári mætir í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi klukkan 16 í dag til að ræða þessi mál, og rík þörf á því enda óljóst eins og sakir standa hvert framhaldið verður og ágreiningur uppi í samfélaginu hver sú leið ætti að vera. Núverandi aðgerðir innanlands gilda til föstudagsins 13. ágúst og mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á morgun þar sem þessi mál verða vafalaust rædd. Uppfært: Útsendingu Pallborðsins er lokið en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pallborðið - Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Pallborðið Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari aðgerðir innanlands og lét þau ummæli falla í gær að veiran yrði að ganga yfir samfélagið til að ná hjarðónæmi, án þess þó að það myndi valda of miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Hann mætti svo í kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins samdægurs og sagði að enn væri markmiðið að halda veirunni í skefjum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á föstudag að ekki væri réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag og gripið var til þegar fyrsta og önnur bylgja faraldursins gekk yfir því nú væru margir varðir með bólusetningu. Hann stakk hins vegar upp á að takmarka ætti frelsi þeirra sem hafna bólusetningu, en dró þá tillögu til baka samdægurs. Kári mætir í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi klukkan 16 í dag til að ræða þessi mál, og rík þörf á því enda óljóst eins og sakir standa hvert framhaldið verður og ágreiningur uppi í samfélaginu hver sú leið ætti að vera. Núverandi aðgerðir innanlands gilda til föstudagsins 13. ágúst og mun ríkisstjórnin koma saman til fundar á morgun þar sem þessi mál verða vafalaust rædd. Uppfært: Útsendingu Pallborðsins er lokið en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pallborðið - Kári Stefánsson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Pallborðið Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira