Erlent

Borgarstjóri Nagasaki biðlar til stórveldanna um afvopnun

Heimir Már Pétursson skrifar
Tomihisa Taue beindi máli sínu til japanskra, bandarískra og rússneskra stjórnvalda.
Tomihisa Taue beindi máli sínu til japanskra, bandarískra og rússneskra stjórnvalda. epa/Justin Lane

Borgarstjórinn í Nagasaki í Japan skoraði í morgun á stjórnvöld landsins, Bandaríkjamenn og Rússa að gera meira til að eyða kjarnorkuvopnum heimsins.

Í dag er þess minnst í Nagasaki að 76 ár eru liðin frá því Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar með skelfilegum afleiðingum. 

Tomihisa Taue borgarstjóri hvatti ríkisstjórn Japans til að taka forystuna í að þrýsta á um kjarnorkuvopnalaust svæði í norðausturhluta Asíu í stað þess staðsetja sig undir kjarnorkuregnhlíf Bandaríkjanna. 

Vísaði hann þar til þess að Bandaríkjamenn hafa heitið því, án samráðs við Japani, að beita kjarnorkuvopnum ef á þurfi að halda til að verja bandalagsþjóðir í Asíu. 

Borgarstjórinn beindi máli sínu einnig til stjórna Bandaríkjanna og Rússlands, sem búa yfir mestu birgðum kjarnorkuvopna, og skoraði á þær að einbeita sér að kjarnorkuafvopnun. 

Hann lýsti áhyggjum af því að á undanförnum árum hefðu þessi tvö kjarnorkuveldi snúið af leið afvopnunar og lagt áherslu á að að endurnýja og minnka kjarnorkusprengjur sínar, í stað þess að fækka þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×