Innlent

Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Hjúkrunarheimilið Dyngja á Egilsstöðum er lokað á meðan beðið er niðurstaðna úr skimun starfsfólks og íbúa.
Hjúkrunarheimilið Dyngja á Egilsstöðum er lokað á meðan beðið er niðurstaðna úr skimun starfsfólks og íbúa. Múlaþing

Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví.

Greint frá smiti starfsmannsins í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi í kvöld. Niðurstaðna úr skimunum er sagt að vænta á morgun. Á meðan beðið sé eftir þeim verði hjúkrunarheimilið lokað fyrir heimsóknir. Þeim takmörkunum verði aflétt eins fljótt og hægt er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×