Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 19:47 Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk. Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.” Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Tekin verður ákvörðun á næstu vikum hvort börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett eða ekki, þar sem markmiðið verður að halda skólastarfi með sem eðlilegustum hætti og án takmarkana. Þeim fyrirætlunum var mótmælt í dag með vísan til þess að börn veikist almennt ekki alvarlega af kórónuveirunni. „Auðvitað skilur maður að mörgu leyti áhyggjur fólks og það er í báðar áttir. Fólk hefur áhyggjur af covid, fólk hefur áhyggjur af því að veikjast af covid, langvarandi áhrifum og auðvitað af bólusetningum líka,” segir Valtýr Thors Stefánsson, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Hins vegar er það þannig að margt annað spilar inn í heldur en bara veiran. Það eru þessar miklu takmarkanir á eðlilegu lífi barnanna; fjarvistir úr skóla, skerðing á frístundastarfi og annað slíkt. Og mér finnst líklegt að það hafi líka vegið þungt í þessari ákvörðun um að fara af stað í bólusetningar, að reyna að tryggja eins mikla samfellu og hægt er í skóla- og frístundastarfi barna,” segir hann. Ekki er langt síðan barnalæknar á Landspítalanum mæltu með því að beðið yrði með bólusetningar barna. Valtýr segist ekki telja að verið sé að fara of geist í þær nú, enda vindi rannsóknum hratt fram. „Þegar þessi fjórða bylgja var að fara af stað þá vissum við kannski ekki alveg hvernig staðan myndi vera. En staðan er núna þannig að það eru mjög börn að greinast,” segir hann, en nú eru rúmlega 250 börn greind með kórónuveiruna. Ekkert hefur þurft á sjúkrahússinnlögn að halda. „Þau eru blessunarlega, eins og áður, ekkert sérstaklega mikið veik og hafa ekki þurft að leita á spítalann og ekki þurft að leggjast inn. Þetta nýja afbrigði, þetta delta afbrigði veirunnar, er heldur meira smitandi og veldur meiri einkennum. Þannig að ég get ímyndað mér að það sé það sem vaki fyrir sóttvarnayfirvöldum að grípa inn í áður en faraldurinn fer enn frekar úr böndunum og verja þá þann aldurshóp sem markaðsefni bóluefnis nær yfir.” Mælirðu með að börn séu bólusett? „Við erum ekki að mæla með því sérstaklega við einstaklinga heldur fylgjum við ráðleggingum sóttvarnalæknis. Og ef þetta eru þeirra ráðleggingar þá mælum við með að fólk fylgi þeim.”
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira