Lífið

Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brooks Laich bíður þess að smella kossi á Katrínu Tönju á Heimsleikunum um síðustu helgi.
Brooks Laich bíður þess að smella kossi á Katrínu Tönju á Heimsleikunum um síðustu helgi.

Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí.

Mbl greindi fyrst frá. Koss þeirra Katrínar Tönju og Laich að lokinni síðustu þrautinni í leikunum um liðna helgi. Leich var klæddur í bol merkum íslensku íþróttastjörnunni og greinilega stoltur af Katrínu þegar hún kom í mark.

Augnablikið þar sem þau fagna saman árangri Katrínar Tönju má sjá á 5:51:00 að neðan.

Ef rýnt er í samskipti þeirra Katrínar Tönju og Laich undanfarnar vikur á Instagram sést að verulega hlýtt er á milli þeirra. Katrín Tanja kallar Laich og hund hans Koda „bestu stráka í öllum heiminum“ og segist rosalega þakklát fyrir stuðninginn.

Katrín og Laich dvelja saman á Four Seasons-hóteli á Hualalai á Havaí þar sem þau deildu myndum af morgunmat sínum í sól og blíðu. Katrín Tanja segir á Instagram að um langþráðan draum sé að ræða, að sækja Havaí heim.

Katrín og Laich eiga það sameiginlegt að vera vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram. Katrín Tanja er með 1,8 milljónir fylgjenda og Laich 450 þúsund, þeirra á meðal Jennifer Aniston Hollywood-leikkonu með meiru.

Laich var í sambandi með dansaranum og leikkonunni Julianne Hough frá 2014 til 2020 en þau skildu í nóvember í fyrra. Katrín Tanja var síðast í sambandi með bandaríska crossfit-kappanum Streat Hoerner.

Katrín Tanja birti myndina að neðan á Instagram í dag og að sjálfsögðu var það Laich sem smellti af.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.