„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:36 Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, . Stöð 2 Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“ Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í gær að aflýsa Menningarnótt vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirrar óvissu sem ríkir vegna Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og viðkvæma hópa. Menningarnótt fór síðast fram 2019 þar sem henni var einnig aflýst á síðasta ári. Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það hafi kannski ekki komið á óvart að þetta hafi gerst en staðan sé fúl þrátt fyrir það. „Maður bjóst kannski við því að þetta myndi gerast og þetta var það eina í stöðunni sem við gátum gert núna á meðan smitum er að fjölga í þjóðfélaginu og við viljum auðvitað að börnin komist í skóla í haust að eðlilegum hætti. Þetta er fúlt en alveg skiljanlegt,“ sagði Aðalheiður. Hún segir að skipuleggjendur hafi hugsað um að halda hátíðina bara með breyttu sniði, með fleiri viðburðum og smærri hópum en niðurstaðan hafi samt verið þessi. „Við hugsuðum það að einhverju leyti en Menningarnótt er þannig að það er eiginlega ekki hægt að hólfa hana niður. Þetta er hundrað þúsund manna hátíð, þetta er afmælishátíð Reykjavíkur og okkur finnst það bara ekki alveg í þeim anda að breyta henni á einhvern hátt,“ sagði Aðalheiður. „Þannig að næst ár verður bara vonandi betra!“
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Menningarnótt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51