Innlent

Menningarnótt aflýst

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá tónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt 2019, þegar hátíðin fór síðast fram.
Frá tónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt 2019, þegar hátíðin fór síðast fram. Daníel Þór Ágústsson

Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hafi á fundi sínum í morgun tekið ákvörðun um þetta og að einhugur hafi verið um ákvörðunina, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu og þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif Delta-afbrigðisins á börn, unglinga og aðra viðkvæma hópa.

„Við tókum þessa ákvörðun með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi. Það er mjög leitt að þurfa að aflýsa þessum frábæra degi aftur. En við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sem eðlilegustu lífi í borginni og órofinni þjónustu. Þar stendur efst að skólastarf fari fram með eins eðlilegum hætti og hægt er og að raska sem minnst þjónustu okkar við viðkvæma hópa, svo sem aldraða og fatlaða,“ er haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs og staðgengli borgarstjóra um ákvörðunina.

Menningarnótt fór síðast fram árið 2019, þar sem henni var aflýst á síðasta ári. Það var sömuleiðis gert vegna faraldursins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.