Innlent

Aðeins einn smitaðra heimilismanna með einkenni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Dvalarheimilið Grund við Hringbraut.
Dvalarheimilið Grund við Hringbraut. Mynd/Grundarheimilin

Tveir heimilismenn Grundar sem greindust með Covid-19 losna úr einangrun í vikulok. Hvorugur hefur fundið fyrir einkennum. Fyrr í vikunni greindust tveir smitaðir á Minni-Grund og er annar einkennalaus en hinn „með nokkur einkenni“.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forstjóra Grundarheimilanna, Gísla Páli Pálssyni.

Þar segir að skimun útsettra heimilismanna sé lokið en skimun starfsmanna standi yfir. Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví. Heimsóknarbann á Grund verður í gildi að minnsta kosti fram yfir helgi.

Einn starfsmaður Áss greindist með Covid-19 í síðustu viku en seinni skimun 33 heimilismanna og starfsmanna sem voru settir í sóttkví í kjölfarið fer fram í dag. Enginn heimilismanna hefur greinst með Covid-19.

„Áfram verður lokað fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilið en gera má ráð fyrir afléttingu heimsóknarbanns að fengnum niðurstöðum seinni skimunar,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×