Innlent

Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að ferðast til Íslands í sumar.
Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að ferðast til Íslands í sumar. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands.

Ísland hefur verið í næstlægsta áhættuflokki hjá stofnuninni þar sem útbreiðsla Covid-19 hér á landi var metin lítil. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa hins vegar rokið upp, og hefur það aldrei verið hærra.

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna uppfærði ferðaráð sín með tilliti til Íslands á mánudaginn. Er Ísland nú á stigi þrjú, sem metið er sem næsthæsti áhættuflokkurinn. Metur stofnunin það sem svo að útbreiðsla Covid-19 sé mikil á Íslandi.

Það sem helst breytist með hinni nýju áhættuflokkun Íslands er að óbólusettum ferðalöngum frá Bandaríkjunum er eindregið ráðið frá því að ferðast til Íslands. Áfram er Bandaríkjamönnum ráðlagt að vera fullbólusettir áður en þeir ferðast til Íslands, en sú ráðlegging var einnig í gildi áður.

Sóttvarnarstofnunin varar hins vegar því að vegna mikillar útbreiðslu Covid-19 hér á landi séu allir ferðalangar í hættu á að smitast komi þeir til Íslands. Auk þess eru ferðalangar hvattir til þess að fylgja reglum um samkomutakmarkanir á Íslandi, þar á meðal að ganga um með grímu þegar við á og tryggja tveggja metra fjarlægð.

Bandarískir ferðamenn hafa streymt hingað til lands í sumar. Komið hefur fram að þeir Bandaríkjamenn sem hingað hafi komið séu nær allir bólusettir.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.