Fótbolti

Frækinn sigur Kanada - Mæta Svíum í úrslitum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty

Fótboltalandslið Kanada og Svíþjóð munu mætast í úrslitaleik Ólympíuleikanna í kvennaflokki.

Kanadakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu heimsmeisturum Bandaríkjanna á Kashima leikvangnum í Japan í morgun. Eina mark leiksins gerði Jessie Fleming, leikmaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 74.mínútu.

Um var að ræða fyrsta sigur Kanada á Bandaríkjunum í kvennaknattspyrnu frá árinu 2001 en síðan þá hafa þau mæst 36 sinnum.

Nú rétt í þessu lauk hinum undanúrslitaleiknum þar sem Svíþjóð mætti Ástralíu.

Þar var sömuleiðis eitt mark skorað. Það gerð Fridolina Rolfoe, sem nýverið gekk í raðir Barcelona, en hún nýtti sér þá slæm mistök Teagan Micah í marki Ástralíu.

Ellie Carpenter, varnarmaður Ástrala, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma venjulegs leiktíma en fleiri urðu mörkin ekki.

Úrslitaleikur Kanada og Svíþjóðar fer fram næstkomandi föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×