Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 11:55 Slökkviliðið fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Búist er við að ekkert lát verði á þeim í vikunni eftir því sem fleiri smitast af veirunni. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“ Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“
Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent