Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 13:31 Mikið var um að vera á tjaldsvæðinu Hömrum í gærkvöldi og í nótt. Stöð 2 Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt. Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“ Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Tjaldverðir þurftu að hafa afskipti af gestum svæðisins sem ekki virtu næturfrið. Tryggvi Marínósson, umsjónarmaður svæðisins segir aðal vandamálið þó hafa verið fjöldi fólks sem reyndi að smygla sér inn á svæðið í gær og í nótt. „Fólk sem var að koma úr bænum í partý því það var lokað klukkan 12 í bænum. Þá var fólk að reyna komast hingað inn í partý. Sumir gestirnir okkar líta á þetta sem útihátíðarsvæði sem það er ekki, þetta er tjaldsvæði.“ Hann segir tjaldverði hafa átt í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. „Það voru svona sjö eða átta verðir sem voru bara í því í alla nótt að eiga við þá sem voru með læti og þá sem ekki áttu að vera hérna.“ Tíu stígar liggja inn á svæðið og því þurfti að kalla til næturvarða af tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti til þess að hægt væri að vakta alla innganga. „Það var miklu rólegra á Þórunnarstrætinu. Það gekk betur þar því þar er náttúrlega styttra í bæinn og þar löbbuðu þeir bara í bæinn sem ætluðu að djamma og svo varð bara rólegt eftir það.“ Rétt undir átta hundruð manns hafa dvalið á svæðinu um helgina í nokkrum sóttvarnahólfum. Tryggvi á von á því að margir gestir yfirgefi svæðið í dag en segir starfsfólk þó vera vel undirbúið fyrir kvöldið. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt. Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi verslunarmannahelgi heldur en ég hef upplifað í mörg mörg ár. En það náttúrlega vantaði einhvers staðar útihátíð á landinu- það er greinilegt.“
Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira