Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 13:56 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttahúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ákvað sóttvarnalæknir að breyta reglum um einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til hraustra einstaklinga. Hafi þeir ekki veikst mikið og verið einkennalausir í allavega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr einangruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir. Fréttirnar urðu mörgum í einangrun gleðitíðindi en margir voru þó óvissir um hvort þeir féllu undir þessa skilgreiningu. Í kjölfarið fóru símar Covid-göngudeildarinnar að hringja á fullu og urðu starfsmenn hennar að biðja fólk að bíða rólegt: ef það ætti að losna fyrr fengi það símtal um það frá lækni. Verða að treysta fólki Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli forvitni meðal gesta um nýju reglurnar, sérstaklega erlendra ferðamanna í einangrun, sem vilja komast aftur til sinna heimalanda. „En það er náttúrulega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Covid-deildin sem metur hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Gylfi. „En svo er það náttúrulega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir einhverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nærumhverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi miklar áhyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar áhyggjur af því. Við verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auðvitað má alveg búast við að einhverjir geri það.“ Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir einkennum en fer ekki í sýnatöku: „Það er ekki við allt ráðið.“ Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, brýnir fyrir fólki í einangrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það: „Það eru áfram reglur þó að fólk geti mögulega stytt tímann sinn, þeir sem eru einkennalausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft samband við viðkomandi af lækni,“ segir hún í samtali við fréttastofu Vísis. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm „Þannig að vissulega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunarmannahelgi og svona. En þetta er ekki þannig. Við þurfum áfram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira