Innlent

Meira en tuttugu skjálftar í Kötlu

Samúel Karl Ólason skrifar
Engin merki eru um óróa.
Engin merki eru um óróa. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands við Kötlu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.

Fyrsti skjálftinn mældist í norðaustanverðri Kötluöskju klukkan 19:20 í kvöld og var annar að sömu stærð mældist svo tveimur mínútum seinna. Síðan þá hafa fleiri en tuttugu eftirskjálftar mælst á svæðinu.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn sjáist ekki órói eða breytingar á vatnasviði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.