Innlent

Land­spítali hættir við að krefja starfs­fólk um nei­kvætt PCR-próf

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsmenn sem snúa aftur úr sumarfríi skuli skila inn PCR-prófi áður en það snýr aftur til starfa.
Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsmenn sem snúa aftur úr sumarfríi skuli skila inn PCR-prófi áður en það snýr aftur til starfa. Vísir/Vilhelm

Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands skuli skila inn PCR-prófi fyrir Covid-19 áður en það snýr aftur til starfa. Það er þó hvatt til þess að fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum eða hafi verið á stöðum þar sem smit hefur komið upp.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. Þar kemur meðal annars fram að verið er að athuga hvort kalla eigi fólk inn til starfa úr sumarfríum.

„Viðbragðsstjórn vill biðla til starfsfólks í orlofi, sem hefur þurft að breyta sínum áætlunum vegna faraldursins og gæti hugsað sér að geyma orlof þar til betra árar, að gefa sig fram við sinn yfirmann,“ segir í tilkynningunni.

Tveggja metra reglan er nú í gildi í kaffistofum og matsölum á spítalanum, þar sem fólk tekur niður grímur til að matast.

Tilkynnt var fyrr í dag að fimm hafi lagst inn á Landspítala með Covid-19 í gær. Því hefur áætlun um fjölgun Covid rýma verið ræst og stendur yfir vinna við að breyta smitsjúkdómadeild A7 í farsóttareiningu. Á meðan á því stendur er lungnadeild A6 í viðbragðsstöðu, sem og gjörgæsludeildir.

Átta eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, sjö á legudeildum og einn á gjörgæslu. 853 eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni þar af 89 börn. Tveir eru á rauðu en níu einstaklingar flokkast gulir. Sautján starfsmenn eru í einangrun, 35 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 165 starfsmenn.


Tengdar fréttir

„Við­brögð okkar hafa ein­kennst af ein­hverju sem veikir ó­næmis­kerfið“

Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn.

Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði

Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.