Innlent

Óbólu­settur Ís­lendingur á gjör­gæslu­deild

Eiður Þór Árnason skrifar
Fimm voru lagðir inn á Landspítala í gær með Covid-19.
Fimm voru lagðir inn á Landspítala í gær með Covid-19. Vísir/Vilhelm

Átta sjúklingar eru nú á Landspítala með Covid-19 og þar af einn á gjörgæsludeild. Sjúklingarnir eru á aldrinum 40 til 70 ára og voru fimm þeirra lagðir inn á spítalann í gær. 

Einstaklingurinn á gjörgæslu er óbólusettur Íslendingur undir sextugu, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirlæknis á smitsjúkdómadeild spítalans. Hinir sjúklingarnir eru fullbólusettir.

Hraður vöxtur hefur verið í útbreiðslu faraldursins síðustu daga og greindust 123 einstaklingar með innanlandssmit á mánudag. Það er mesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Í gær voru 705 einstaklingar í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. 

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um sjúklinginn á gjörgæslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×