Innlent

Telja John Snorra hafa náð toppi K2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru á niðurleið þegar þeir króknuðu úr kulda á K2.
Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru á niðurleið þegar þeir króknuðu úr kulda á K2. Facebook

Leitar­menn sem fundu lík John Snorra Sigur­jóns­sonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánu­dag telja að þeir fé­lagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningar­reikningi Sadpara á Twitter.

Líkin fundust rétt ofan við svo­kallaðan flösku­háls á fjallinu, sem er síðasti á­fangi göngu­manna að toppinum. Á búnaði þeirra sést að þeir voru á leið niður og telja leitar­menn þetta til stað­festingar á því að þeir hafi náð toppinum en látist á leið sinni niður.

Þeir virðast hafa lent í stormi á leið sinni niður og króknað úr kulda.

Fjöl­skylda John Snorra greindi frá því í til­kynningu í gær­morgun að sterkar vís­bendingar væru um að þeir hefðu náð toppi fjallsins þennan dag.

Markmið ferðarinnar var að ná toppi fjallsins fyrstir manna að vetrarlagi en hópur nepalskra fjallgöngumanna náði þeim áfanga á meðan John Snorri og samferðarmenn hans voru neðar í fjallinu.

Líkin fundust á mánu­dag af þeim John Snorra og Ali Sadpara og það þriðja síðar sama dag af Juan Pablo Mohr. Sonur Sadpara, sem fór fyrir leitinni, segist hafa komið líkum þeirra á öruggan stað en ekki er hægt að sækja þau strax vegna að­stæðna á fjallinu.


Tengdar fréttir

Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum

Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af.

Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2

Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 

Von­svikinn og ó­sáttur eftir fréttir gær­dagsins en stefnir enn á toppinn

Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.