ÍBV íhugar að sækja um ríkisstyrk Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2021 07:55 Ekkert verður af Þjóðhátíð þessa verslunarmannahelgi. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Formaður þjóðhátíðarnefndar segir nefndina íhuga að sækja um ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV af því að fresta þurfi Þjóðhátíð annað árið í röð. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun. „Það er ómögulegt að segja hvort við fáum einhvern styrk frá ríkinu, en okkur fyndist það eðlilegt þegar lokað er á hátíðina með viku fyrirvara. Það er stjórnvaldsaðgerð og því hljóta yfirvöld að hafa tekið áhrifin af henni með í reikninginn. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa gert það,“ segir Hörður Orri Grettisson í samtali við Viðskiptamoggann. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um heilar tuttugu milljónir króna. „Þessir styrkir komu okkur fyrir horn í fyrra og við náðum rétt svo að lifa þetta af. Það óskuðu einhverjir í fyrra eftir því að flytja miðana sína í staðinn fyrir endurgreiðslu svo félagið gat flotið áfram á þeim aurum,“ segir Hörður. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Íris Róbertsdóttir, segir ekki hafa verið byrjað að ræða hvort bærinn styrki félagið aftur í ár. „Ríkið kom ekkert inn í þetta í fyrra og mér finnst eðlilegt að félagið taki það samtal við ríkið enda allt aðrar aðstæður en voru þá. En eðlilega hefur þetta gríðarlega mikil áhrif ef það verður engin Þjóðhátíð,“ segir Íris. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Það er ómögulegt að segja hvort við fáum einhvern styrk frá ríkinu, en okkur fyndist það eðlilegt þegar lokað er á hátíðina með viku fyrirvara. Það er stjórnvaldsaðgerð og því hljóta yfirvöld að hafa tekið áhrifin af henni með í reikninginn. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa gert það,“ segir Hörður Orri Grettisson í samtali við Viðskiptamoggann. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um heilar tuttugu milljónir króna. „Þessir styrkir komu okkur fyrir horn í fyrra og við náðum rétt svo að lifa þetta af. Það óskuðu einhverjir í fyrra eftir því að flytja miðana sína í staðinn fyrir endurgreiðslu svo félagið gat flotið áfram á þeim aurum,“ segir Hörður. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Íris Róbertsdóttir, segir ekki hafa verið byrjað að ræða hvort bærinn styrki félagið aftur í ár. „Ríkið kom ekkert inn í þetta í fyrra og mér finnst eðlilegt að félagið taki það samtal við ríkið enda allt aðrar aðstæður en voru þá. En eðlilega hefur þetta gríðarlega mikil áhrif ef það verður engin Þjóðhátíð,“ segir Íris.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira