Innlent

Tveir meiddust á ökkla og þurftu að­stoð heim af gos­stöðvunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá björgunarsveitir að störfum við gosstöðvarnar í dag.
Hér má sjá björgunarsveitir að störfum við gosstöðvarnar í dag. Aðsend/Guðbrandur Örn Arnarson

Tveir þurftu aðstoð björgunarsveita við gosstöðvarnar upp úr hádegi í dag eftir að hafa meiðst á ökkla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 

Björgunarsveitirnar voru kallaðar út með hálftíma millibili, og náðu því ekki að slá tvær flugur í einu höggi. 

Báðir einstaklingar þurftu aðstoð við að komast niður af gosstöðvum og um tveimur tímum eftir útköll voru þeir báðir komnir í sjúkrabíl og björgunarsveitir héldu til síns heima. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.