Innlent

Tveir starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu smitaðir

Árni Sæberg skrifar
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu
Sýnataka vegna Covid 19 hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Vísir/Vilhelm

Starfsmaður á heilsugæslunni Sólvangi og starfsmaður heimahjúkrunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa greinst smitaðir af Covid-19. Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Heilsugæslan Sólvangi verður lokuð til klukkan 13:00 í dag. Ef brýn þörf er á þjónustu er fólki bent á að hafa samband við aðrar heilsugæslustöðvar eða bráðavaktina. Eftir klukkan 13:00 opnar stöðin aftur með skertri starfsemi.

Enginn annar á heilsugæslustöðinni hefur greinst smitaður við sýnatöku en sýnataka verður endurtekin á miðvikudag.

Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví og skjólstæðingar í smitgát.

Ljóst er að smit hafa mikil áhrif á starfsemi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda þurfti að leita til aðstandenda vegna skjólstæðinga í heimahjúkrun.

Starfsfólk heilsugæslunnar vona að skjólstæðingar sýni ástandinu skilning næstu daga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.