Íhugar að setja á laggirnar sóttvarnastofnun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. júlí 2021 14:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tímabært að veita heilbrigðiskerfinu varanlega styrkingu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fífljarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að þjóðin væri nú að stíga inn í nýjan kafla. Hingað til hefði öll vinna í kringum heimsfaraldurinn hér á landi miðast að því að um átaksverkefni væri að ræða og það hafi bitnað verulega á heilbrigðiskerfinu. „Við töluðum fyrst um að þetta væru einhverjar vikur, einhverjir mánuðir. Kerfið á Íslandi er á heimsvísu og starfsfólkið okkar er rosalega vel menntað, en það breytir því ekki að það er allt mjög þunnt smurt.“ Hún segir að gengið hafi verið afar nærri heilbrigðisstarfsfólki, sama hvort um sé að ræða heilsugæsluna, sýnatöku, greiningu eða Covid-göngudeild. Nú sé tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar kerfi til lengri tíma. „Þannig við þurfum að segja við okkur sjálf „Þurfum við ekki varanlega styrkingu við heilbrigðiskerfið okkar?“ og mögulega setja á laggirnar einhvers konar sóttvarnastofnun. Það sem byrjar að vera aukaverkefni sóttvarnalæknis verður hans aðalverkefni og langt umfram það sem telst eðlilegt að leggja á einn mann og hans nánasta samstarfsfólk í eitt og hálft ár.“ Næstu vikur leiði framhaldið í ljós Svandís segir óljóst hvaða aðgerða verði gripið til að þessum loknum, en þær muni byggja á þeim niðurstöðum sem við sjáum eftir tvær vikur. „Fyrri bylgjur sýna okkur að smitbylgjan rís og tveimur vikum síðar rís innlagnabylgjan, en það er í óbólusettu samfélagi. Nú erum við í bólusettu samfélagi og þá er það í raun og veru okkar verkefni að sjá hvað verður um þessi smit og þessa hópa sem smitast. Verða alvarleg veikindi?“ Hún segir þó að á meðan sú óvissa ríki séu aðgerðir, eins og þær sem gripið var til, nauðsynlegar. „Við getum ekki bara beðið og séð til þangað til. Það gæti orðið mjög stór faraldur, fleiri en þúsund manns og einhverjir tugir eða hundruðir alvarlegra veikinda.“ Svandís telur það vera styrk íslensku þjóðarinnar hve mikil samstaða hefur ríkt í gegnum faraldurinn bæði í stjórnmálum og í samfélaginu sjálfu, en telur þó að þar geti komandi kosningar farið að hafa áhrif. „Ég held það muni reyna töluvert á pólitíkina núna á næstu vikum og mánuðum að falla ekki í þá freistni að láta sóttvarnir verða að einhvers konar pólitísku bitbeini.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Svandísi í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fífljarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Sjá meira