Innlent

Engan áhuga á að prófa að hleypa veirunni inn á krabbameinsdeildir

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Már Kristjánsson.
Már Kristjánsson. Stöð 2/Sigurjón

Yfirlæknir á Landspítalanum segir það vonbrigði hve illa bólusetningin virðist hemja veiruna meðal fólks þó að bólusetningin dragi verulega úr alvarlegum veikindum.

Már Kristjánsson yfirlæknir á Landspítalanum ræddi stöðu faraldurs kórónuveirunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að veirur séu mismunandi með tilliti til þeirra eiginleika sem verið að reyna að hemja.

„Við erum í rauninni að læra á þessa veiru og bara í rauninni með framþróuninni. Þannig þetta veldur vonbrigðum. Ég held að fræðilegur bakgrunnur segir manni það að þetta hefði verið möguleiki en með þessu er ég ekki að segja að bólusetningin sé ekki góð.“

Bólusetningin dragi verulega úr alvarlegum veikindum sem sé aðal markmið bólusetninga. Hann segir Delta afbrigðið valda vandræðum og að óvissutímar séu fram undan.

„Viðfangsefnið okkar er ekki endilega hvað eru margir alvarlega veikir heldur er stóra vandamálið okkar tryggja það að standa vörð um sjúklingana. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að prófa það að fá veiruna inn í öldrunardeildirnar eða krabbameinsdeildirnar til að sjá hversu vel bólusetningin heldur hjá þessu fólki.“

Már var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni i spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×